Salur til leigu

Kiwanisklúbburinn Eldey er með eigið húsnæði.
Í því húsnæði er að finna mjög góðan sal fyrir allrahanda viðburði,
svo sem veislur, fundi og fyrirlestra.

Eldey fjármagnar rekstur hússins með því að leigja út þennan sal.

Aðstaða og búnaður í salnum

Í salnum er allt sem þarf til borðhalds fyrir hátt í 100 manns.

Í salnum er einnig hljóðkerfi og baraðstaða.

Kristmann Árnason (form)

Leiguverð

  • mánudaga – miðvikudaga
    60.000,- Kr. pr. dag

  • fimmtudaga – sunnudaga
    80.000,- Kr. pr. dag

Athugið að ganga þarf frá 20.000,- Kr. staðfestingargreiðslu til að halda sal fráteknum.

Ganga þarf frá greiðslu á allri leiguupphæðinni áður en lyklar að húsi eru afhentir.

Innifalið í leiguverði

Í lokaþrifum er gert ráð fyrir því að aðeins þurfi að skúra létt yfir. Leigjandi ber sjálfur ábyrgð á því að búið sé að ganga frá öllu í salnum og þrífa borð og stóla ásamt því að ganga frá öllu leirtaui.

Athugið! Ef salur er mjög skítugur, eða ef þrífa þarf t.d. confetti, eftir leigu er innheimt sérstakt aukaþrifgjald að upphæð 15.000,- Kr.

Einstaklingar yngri en 30 ára geta ekki fengið salinn leigðan nema um slíkt sé samið sérstaklega.

Líndúkar á borðin

Hægt er að leigja líndúka á borðin á 1.000,- Kr. stykkið.

Hver dúkur passar á borð fyrir 4

Hljóðnemar – þráðlausir

Hægt er að leigja þráðlausa hljóðnema á 3.000,- Kr. stykkið.


Greiðsluupplýsingar

Bankareikningur Eldeyjar: 0536 – 26 – 008630

Kennitala Eldeyjar: 571178-0449

Aðgengi að leigðum sal

Gert er ráð fyrir að leigjandi fái aðgang að salnum klukkan 14:00 þann dag sem leigður er.

Gert er ráð fyrir að leigutaki yfirgefi salinn fyrir klukkan 01:00 að kvöldi leigudags.

Ef þarf að komast fyrr í sal eða yfirgefa hann síðar skal það gert í samkvæmt samkomulagi fyrirfram.

Salur til leigu – hafðu samband

Vanti þig sal til leigu, hafðu þá samband við Gunnar Axel: